Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 20:33 Jeff Bezos, stofnandi Amazon. Vísir/Getty Jeff Bezos, stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, varð í dag ríkasta manneskja nútímasögunnar. Greint var frá þessu á vef Bloomberg sem reiknar vísitölu sem dregur 400 ríkustu einstaklinga heimsins saman á lista sem kallaður er Bloomberg Billionaires Index. Samkvæmt útreikningum Bloomberg voru auðæfi Bezos metin á 150 milljarða Bandaríkjadala í morgun, eða því sem nemur um tæplega sextán billjónum íslenskra króna, eða tæplega 16 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bloomberg reiknar verðbólgu inn í þetta mat og bendir til dæmis á að 100 milljarðar Bandaríkjadala sem Bill Gates, stofnandi Microsoft, átti árið 1999 væru um 149 milljarðar Bandaríkjadala í dag.Bill Gates stofnandi Microsoft.Vísir/GettyEftir því sem leið á daginn lækkaði upphæð Bezos niður í 145 milljarða en bent er á að Bezos og Gates hafi skipst á fyrsta sætinu frá júlí í fyrra, en gengi fyrirtækja þeirra hefur mikið um það að segja. Í dag er Bezos hins vegar talsvert fyrir ofan Gates sem er metinn á 95 milljarða Bandaríkjadala. Bent er á að Gates deili auðæfum sínum en Bezos hafi ekki verið eins gjafmildur. Er Gates sagður hafa gefið svo mikið frá sér að auðæfi hans væru jafn mikil og Bezos í dag hefði hann haldið þeim eftir. Gates hefur gefið til góðgerðamála frá tíunda áratug síðustu aldar og stofnaði Bill and Melinda Gates sjóðinn sem hefur það að markmiði að bæta heilbrigðisþjónustu og draga úr sárafátækt. Bezos hefur hins vegar það orðspor á sér að vera fremur nískur og koma ekki nógu vel fram við starfsfólk sitt.Fjöldi frásagna er af óánægju starfsfólks Amazon. Fyrirtækið á útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post en starfsfólk blaðsins mótmælti slæmu kjörum fyrir skömmu. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jeff Bezos, stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, varð í dag ríkasta manneskja nútímasögunnar. Greint var frá þessu á vef Bloomberg sem reiknar vísitölu sem dregur 400 ríkustu einstaklinga heimsins saman á lista sem kallaður er Bloomberg Billionaires Index. Samkvæmt útreikningum Bloomberg voru auðæfi Bezos metin á 150 milljarða Bandaríkjadala í morgun, eða því sem nemur um tæplega sextán billjónum íslenskra króna, eða tæplega 16 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bloomberg reiknar verðbólgu inn í þetta mat og bendir til dæmis á að 100 milljarðar Bandaríkjadala sem Bill Gates, stofnandi Microsoft, átti árið 1999 væru um 149 milljarðar Bandaríkjadala í dag.Bill Gates stofnandi Microsoft.Vísir/GettyEftir því sem leið á daginn lækkaði upphæð Bezos niður í 145 milljarða en bent er á að Bezos og Gates hafi skipst á fyrsta sætinu frá júlí í fyrra, en gengi fyrirtækja þeirra hefur mikið um það að segja. Í dag er Bezos hins vegar talsvert fyrir ofan Gates sem er metinn á 95 milljarða Bandaríkjadala. Bent er á að Gates deili auðæfum sínum en Bezos hafi ekki verið eins gjafmildur. Er Gates sagður hafa gefið svo mikið frá sér að auðæfi hans væru jafn mikil og Bezos í dag hefði hann haldið þeim eftir. Gates hefur gefið til góðgerðamála frá tíunda áratug síðustu aldar og stofnaði Bill and Melinda Gates sjóðinn sem hefur það að markmiði að bæta heilbrigðisþjónustu og draga úr sárafátækt. Bezos hefur hins vegar það orðspor á sér að vera fremur nískur og koma ekki nógu vel fram við starfsfólk sitt.Fjöldi frásagna er af óánægju starfsfólks Amazon. Fyrirtækið á útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post en starfsfólk blaðsins mótmælti slæmu kjörum fyrir skömmu.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira