Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júlí 2018 16:30 Forsetarnir tveir virtust ánægðir með fundinn. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. Þeir hittust á maraþonfundi fyrr í dag og ræddu við fjölmiðlamenn eftir fundinn. Fundi forsetanna tveggja í Helsinki hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur ríkt talsverð spenna í samskiptum ríkjanna undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og að slíkt hafi verið gert í mögulegu samráði við forsetaframboð Trumps.Þrátt fyrir að fundur þeirra hafi ekki byrjað fyrr en klukkutíma á eftir áætlun ræddust Trump og Pútín einslega við, ásamt túlkum, í yfir tvo tíma. Að þeim viðræðum loknum hittu þeir utanríkisráðherra ríkjanna tveggja ásamt öðrum embættismönnum í mjög síðbúnum hádegismat þar sem farið var yfir efni viðræðna forsetanna tveggja.Pres Putin presents Pres Trump with soccer ball from the World Cup games hosted by Russia, since US, Canada and Mexico hosting 2026 games. Pres tosses the ball to the First Lady, saying it goes to his son Barron. pic.twitter.com/35uQidmlUz— Mark Knoller (@markknoller) July 16, 2018 Sammála um að ekkert samráð hafi átt sér stað Á blaðamannafundi eftir viðræðurnar voru forsetarnir tveir sammála um að fundur þeirra hafi verið mikilvægt skref í átt að betri samskiptum ríkjanna. „Samskipti ríkjanna hafa aldrei verið verri en núna, en það hefur breyst frá og með fjórum tímum síðan,“ sagði Trump en áður en fundurinn hófst tísti Trump um að samskiptin hafi verið afar slæm að undanförnu, sem rekja mætti til „heimsku“ fyrri stjórnvalda Bandaríkjanna sem og rannsóknar Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Sú rannsókn var helsta viðfangsefni blaðamannafundarins og sagði Trump að stór hluti viðræðna hans og Pútín hefðu snúist um hana og þær ásakanir sem settar hafa verið fram um afskipti Rússa af kosningunum. Voru forsetarnir sammála um það að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Rússlands og framboðs Trumps. „Ekkert samráð,“ sagði Trump aftur og aftur auk þess sem hann bætti við að rannsókn Muellers hafi verið „skelfileg“ fyrir Bandaríkin. Þá sagði Trump einnig að Pútín hefði sterkar skoðanir á ásökununum og hefði jafnvel komið með „áhugaverða hugmynd“ í tengslum við þær, án þess þó að nánar væri farið yfir í hverju sú hugmynd hafi falist.Einn var snúinn niður og fylgt út af blaðamannafundinum áður en forsetarnir mættu. Var hann með skilti sem á stóð: Samningur um bann við kjarnavopnum.Vísir/GettyHló að spurningu um hvort Rússar ættu eitthvað sem kæmi sér illa fyrir Trump Þá þvertók Pútín fyrir að Rússar hafi staðið að baki afskiptum af kosningnum. „Ég verð að endurtaka það sem ég hef áður sagt, meðal annars í samræðum mínum við í forsetanum. Rússland skipti sér ekki af stjórnmálum í Bandaríkjunum, þar með talið af kosningunum,“ sagði Pútín sem viðurkenndi þó að hann hafi haldið með Trump í forsetakosningunum á þeim grundvelli að Trump hafi verið sá frambjóðandi sem hafi viljað bæta samskipti við Rússa.Þá var Trump einnig spurður um hvort að hann tryði frekar Pútín, eða mati eigin njósna- og lögreglustofnanna um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Svaraði hann spurningunni ekki beint en bætti þó við að þar sem Pútín hafi sagt að Rússar hafi ekki verið að verki, sæi hann enga ástæðu til þess að trúa honum ekki.Fundinum lauk með að Pútín var spurður út í það hvort að hann eða rússnesk yfirvöld hefðu í sínum fórum einhvers konar efni sem gæti litið illa út fyrir Trump,líkt og haldið var fram á síðasta ári.Hló Pútín að spurningunni en það vakti athygli viðstaddra að hann neitaði því ekki að búa yfir slíku efni.„Ég hef heyrt þessa orðróma. Þegar Trump heimsótti Moskvu þá vissi ég ekki einu sinni að hann væri í Moskvu. Það sagði mér enginn að hann væri í Moskvu. Það er best að gleyma þessum staðhæfingum,“ sagði Pútín. Undir þetta tók Trump sem átti lokaorðið á fundinum.„Það væri löngu komið út,“ sagði Trump að lokum um hvort að Rússar væru með eitthvað sem myndi líta illa út fyrir hann.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. Þeir hittust á maraþonfundi fyrr í dag og ræddu við fjölmiðlamenn eftir fundinn. Fundi forsetanna tveggja í Helsinki hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur ríkt talsverð spenna í samskiptum ríkjanna undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og að slíkt hafi verið gert í mögulegu samráði við forsetaframboð Trumps.Þrátt fyrir að fundur þeirra hafi ekki byrjað fyrr en klukkutíma á eftir áætlun ræddust Trump og Pútín einslega við, ásamt túlkum, í yfir tvo tíma. Að þeim viðræðum loknum hittu þeir utanríkisráðherra ríkjanna tveggja ásamt öðrum embættismönnum í mjög síðbúnum hádegismat þar sem farið var yfir efni viðræðna forsetanna tveggja.Pres Putin presents Pres Trump with soccer ball from the World Cup games hosted by Russia, since US, Canada and Mexico hosting 2026 games. Pres tosses the ball to the First Lady, saying it goes to his son Barron. pic.twitter.com/35uQidmlUz— Mark Knoller (@markknoller) July 16, 2018 Sammála um að ekkert samráð hafi átt sér stað Á blaðamannafundi eftir viðræðurnar voru forsetarnir tveir sammála um að fundur þeirra hafi verið mikilvægt skref í átt að betri samskiptum ríkjanna. „Samskipti ríkjanna hafa aldrei verið verri en núna, en það hefur breyst frá og með fjórum tímum síðan,“ sagði Trump en áður en fundurinn hófst tísti Trump um að samskiptin hafi verið afar slæm að undanförnu, sem rekja mætti til „heimsku“ fyrri stjórnvalda Bandaríkjanna sem og rannsóknar Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Sú rannsókn var helsta viðfangsefni blaðamannafundarins og sagði Trump að stór hluti viðræðna hans og Pútín hefðu snúist um hana og þær ásakanir sem settar hafa verið fram um afskipti Rússa af kosningunum. Voru forsetarnir sammála um það að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Rússlands og framboðs Trumps. „Ekkert samráð,“ sagði Trump aftur og aftur auk þess sem hann bætti við að rannsókn Muellers hafi verið „skelfileg“ fyrir Bandaríkin. Þá sagði Trump einnig að Pútín hefði sterkar skoðanir á ásökununum og hefði jafnvel komið með „áhugaverða hugmynd“ í tengslum við þær, án þess þó að nánar væri farið yfir í hverju sú hugmynd hafi falist.Einn var snúinn niður og fylgt út af blaðamannafundinum áður en forsetarnir mættu. Var hann með skilti sem á stóð: Samningur um bann við kjarnavopnum.Vísir/GettyHló að spurningu um hvort Rússar ættu eitthvað sem kæmi sér illa fyrir Trump Þá þvertók Pútín fyrir að Rússar hafi staðið að baki afskiptum af kosningnum. „Ég verð að endurtaka það sem ég hef áður sagt, meðal annars í samræðum mínum við í forsetanum. Rússland skipti sér ekki af stjórnmálum í Bandaríkjunum, þar með talið af kosningunum,“ sagði Pútín sem viðurkenndi þó að hann hafi haldið með Trump í forsetakosningunum á þeim grundvelli að Trump hafi verið sá frambjóðandi sem hafi viljað bæta samskipti við Rússa.Þá var Trump einnig spurður um hvort að hann tryði frekar Pútín, eða mati eigin njósna- og lögreglustofnanna um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Svaraði hann spurningunni ekki beint en bætti þó við að þar sem Pútín hafi sagt að Rússar hafi ekki verið að verki, sæi hann enga ástæðu til þess að trúa honum ekki.Fundinum lauk með að Pútín var spurður út í það hvort að hann eða rússnesk yfirvöld hefðu í sínum fórum einhvers konar efni sem gæti litið illa út fyrir Trump,líkt og haldið var fram á síðasta ári.Hló Pútín að spurningunni en það vakti athygli viðstaddra að hann neitaði því ekki að búa yfir slíku efni.„Ég hef heyrt þessa orðróma. Þegar Trump heimsótti Moskvu þá vissi ég ekki einu sinni að hann væri í Moskvu. Það sagði mér enginn að hann væri í Moskvu. Það er best að gleyma þessum staðhæfingum,“ sagði Pútín. Undir þetta tók Trump sem átti lokaorðið á fundinum.„Það væri löngu komið út,“ sagði Trump að lokum um hvort að Rússar væru með eitthvað sem myndi líta illa út fyrir hann.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20