Íslenski boltinn

Eysteinn Húni verður þjálfari Keflavíkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eysteinn Húni er hér lengst til vinstri. Forveri hans, Guðlaugur Baldursson, er lengst til hægri á myndinni
Eysteinn Húni er hér lengst til vinstri. Forveri hans, Guðlaugur Baldursson, er lengst til hægri á myndinni
Eysteinn Húni Hauksson mun taka að sér þjálfun karlaliðs Keflavíkur í Pepsi deild karla. Guðlaugur Baldursson lét af störfum sem þjálfari Keflavíkur í síðustu viku.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Keflavíkur sem birtist á Fótbolta.net.

Eysteinn var aðstoðarþjálfari Guðlaugs og tók við stjórn liðsins tímabundið eftir að hann lét af stöfrum. Hann hefur nú tekið formlega við stöðu yfirþjálfara og mun Ómar Jóhannsson verða honum til aðstoðar.

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Keflavíkur 

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkurhefur ákveðið að leita til Eysteins Húna Haukssonar um að taka að sér yfirþjálfun knattspyrnuliðs Keflavíkur. Honum til aðstoðar verður Ómar Jóhannsson.

Ráðning þessi er gerð í þeim tilgangi að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ákveðið að viðhafa við uppstillingu á keppnisliðum sínu. Það er mikil auður falin í ungu fólki semalist hefur upp í öflugu barna- og unglingastarfi Keflavíkur, og nú býðst þeim tækifæri til að það sýna sem í þeim býr.

Eysteinn hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks um nokkurt skeið, en auk þess hefur hann gengt stóru lykil hlutverki við uppbyggingu á þeim ungu leikmönnum sem nú eru að fá tækifæri til að leika með liðinu í efstu deild.

Fyrir þessu verkefni ber stjórn Keflavíkur fullt traust til þeirra Eysteins og Ómars, og mun vinna að kappi með þeim um að halda áfram uppbyggingunni og sækja áfrangur í deildinni.


Tengdar fréttir

Guðlaugur hættur með Keflavík

Guðlaugur Baldursson hefur látið af störfum sem þjálfari Keflavíkur í Pepsi deild karla. Félagið gaf frá sér tilkynningu þess efnis í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×