Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Tiger Woods. vísir/getty Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. „Ég hef saknað þess að spila á Opna breska því þetta er elsta golfkeppnin,“ sagði Woods við ESPN. Hann hefur sigrað mótið þrisvar sinnum en mótið í ár er hans fyrsta síðan 2015. „Að koma hingað á Carnoustie er sérstakt. Þetta er í fjórða skipti sem ég kem hingað og spila mótið á þessum velli. Þetta er líklega erfiðasti völlurinn af þeim sem mótið er spilað á.“ Opna breska meistaramótið er ekki spilað á sama vellinum á hverju ári heldur eru 10 vellir sem skiptast á að halda mótið. Woods spilaði á mótinu á Carnoustie vellinum þegar hann var 19 ára árið 1995. Woods mætti á völlinn í gær og spilaði stutta æfingu. „Í augnablikinu eru brautirnar hraðari en flatirnar. Ég er viss um að þeir munu reyna að gera flatirnar hraðari en ég er viss um að þetta verði ein af þeim vikum þar sem brautirnar eru hraðari.“ Woods mun spila á mótinu í tuttugasta skipti á ferlinum þegar það hefst á fimmtudag. Á meðal keppenda verður einnig Haraldur Franklín Magnús, fyrsti Íslendingurinn sem spilar á mótinu. Mótið hefst eins og áður segir á fimmtudaginn, 19. júlí, og verður fylgst vel með gangi mála bæði hér á Vísi sem og í beinum útsendingum á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira