Hafna því að Corbyn hafi heiðrað hryðjuverkamann Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 15:28 Corbyn hefur lengi glímt við ásakanir um að hann taki gyðingaandúð í flokki sínum ekki alvarlega. Vísir/EPA Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda. Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda.
Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00
Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52
Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent