UEFA hlustaði ekki á kvörtun KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 14:25 Íslenska kvennalandsliðið á Algarve fyrr á þessu ári. Vísir/Getty Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira