Keypti 60 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi fyrir 345 milljónir króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Mike Ashley, eigandi bresku íþróttavörukeðjunnar Sports Direct. Nordicphotos/Getty Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut í Rhapsody Investments, móðurfélagi verslunar Sports Direct í Kópavogi, fyrir 2,5 milljónir breskra punda eða sem jafngildir um 345 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Greint var frá kaupunum í Markaðinum í byrjun febrúar síðastliðins en seljendur voru Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda. Var kaupverðið sagt trúnaðarmál. Eftir kaupin á breska keðjan, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, verslunina að öllu leyti. Deilur höfðu staðið yfir á milli Ashleys og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst í fyrra að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,4 milljónum króna. Í fréttinni sagði hins vegar að ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar, hagnaðist um ríflega 135 milljónir króna á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Velta NDS nam tæplega 1.050 milljónum króna og voru rekstrargjöldin um 919 milljónir. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut í Rhapsody Investments, móðurfélagi verslunar Sports Direct í Kópavogi, fyrir 2,5 milljónir breskra punda eða sem jafngildir um 345 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Greint var frá kaupunum í Markaðinum í byrjun febrúar síðastliðins en seljendur voru Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda. Var kaupverðið sagt trúnaðarmál. Eftir kaupin á breska keðjan, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, verslunina að öllu leyti. Deilur höfðu staðið yfir á milli Ashleys og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst í fyrra að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,4 milljónum króna. Í fréttinni sagði hins vegar að ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar, hagnaðist um ríflega 135 milljónir króna á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Velta NDS nam tæplega 1.050 milljónum króna og voru rekstrargjöldin um 919 milljónir. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira