Áhuginn á lokadegi PGA-risamótsins í golfi var gríðarlegur þar sem Tiger Woods var að berjast um sigurinn við landa sinn Brooks Koepka.
Brooks Koepka hafði betur á endanum og Tiger þurfti að sætta sig við annað sætið. Það var hins vegar engin spurning hver var stjarna lokadagsins. Áhorfendur flyktust í kringum Woods og fylgdu honum hvert fótmál.
Tiger Woods lék lokahringinn á 64 höggum og endaði á fjórtán höggum undir pari. Frábær frammistaða og sönnun þess að mati margra að hann sé kominn til baka eftir mörg vandræðaár.
Tiger Woods' charge, Brooks Koepka's win drive strong PGA ratings https://t.co/2LYlt38Iokpic.twitter.com/j2LhcVXFd7
— NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018
CBS Sports hefur greint frá því að áhorfið á lokadaginn hafi verið 69 prósent meira en á sama hring og í fyrra.
Besti árangur Tiger Woods á PGA-meistaramótinu frá 2010 fyrir mótið um helgina var 11. sætið sem hann náði árið 2012. Hann keppti ekki á mótinu undanfarin tvö ár og náði ekki niðurskurðinum á hinum þremur mótunum.
Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2009 þar sem Tiger Woods náði öðru sæti á PGA-risamótinu.