Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Er krísa í Hafnarfirði?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. Vísir/Bára
Slakt gengi FH-liðsins í Pepsi-deildinni í sumar var til umræðu í Pepsimörkunum í gærkvöldi þar sem tekin var fyrir sextánda umferðin.

FH tapaði 2-0 á heimavelli á móti ÍBV og er þar með ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og átta stigum frá þriðja sætinu þegar aðeins sex umferðir eru eftir.

Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsimarkanna, spurði hvort að það væri ekki bara krísa í Hafnarfirði.

„Mér finnst alltaf vont að nota orðið krísa en það er ströggl og það er erfitt eins og Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, bendir réttilega á. Þeir eru í vondri stöðu og eru ekki að ná í úrslit. Hann er ráðinn til að ná í úrslit,“ sagði Þorvaldur Örlygsson.

FH hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deild karla og hefur ekki unnið útileik síðan í maí. FH liðin hefur líka aðeins unnið fjögur lið í deildinni í sumar því fjórir af sex sigurleikjum liðsins hafa komið á móti Fjölni og Grindavík.

Það má sjá allt svarið hans Þorvaldar við spurningu Harðar í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×