Lömbin þagna: 110 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2018 19:30 Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira