Enski boltinn

Klopp: Lélegur varnarleikur

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
Jurgen Klopp á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í tapi gegn WBA í gær en Liverpool datt út úr bikarnum eftir 2-3 tap.

Jurgen Klopp var spurður út í myndbandsdómgæsluna eftir leik og hvort hún hafi haft áhrif á úrslit leiksins. Því svaraði Klopp neitandi og kenndi aðeins lélegum varnaleik um.

„Þetta var lélegur varnarleikur, svo einfalt er það. Lélegur varnaleikur þýðir oftast það að þú tapar leikjum,“ sagði Klopp.

„Þetta var mjög erfiður leikur gegn reyndum andstæðin og þeir áttu sigurinn skilið ef ég á að vera hreinskilinn, mér líkar ekki vel við það að segja það en það er sannleikurinn.“

Myndbandsdómgæslan var notuð þrisvar sinnum í leiknum í gær. Fyrst til þess að dæma af mark WBA, síðan til þess að gefa Liverpool vítaspyrnu og að lokum til þess að staðfesta þriðja mark WBA.

„Truflaði það flæði leiksins? Hvaða flæði? Auðvitað mun þetta aðeins breyta leiknum aðeins en þetta er það sem allir hafa alltaf viljað. Ef að mark á að vera dæmt af, þá á það að vera dæmt af.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×