Enski boltinn

Man United sett sig í sam­band við Amorim

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Næsti þjálfari Man United?
Næsti þjálfari Man United? Carlos Rodrigues/Getty Images

Manchester United horfir til Portúgals í leit að næsta þjálfara liðsins.

Fyrr í dag, sunnudag, var greint frá því að Erik ten Hag hefði verið látinn taka poka sinn sem þjálfari Man United. Aðstoðarþjálfarinn Ruud van Nistelrooy mun stýra liðinu í næstu leikjum.

Hinn áreiðanlegi David Ornstein hefur greint frá því að félagið sé þegar farið að vinna í því að ráða arftaka Ten Hag. Sá heitir Rúben Amorim og er þjálfari Sporting í Portúgal.

Þessi 39 ára gamli Portúgali hefur náð frábærum árangri síðan hann tók við Sporting árið 2020. Liðið hefur tvívegis orðið portúgalskur meistari undir hans stjórn og er sem stendur á toppnum með fullt hús stiga. Þá hefur liðið unnið tvo leiki af þremur í Meistaradeild Evrópu.

Ornstein greinir frá því að Man Utd sé tilbúið að borga uppsett verð til að fá Amorim en það mun kosta félagið 10 milljónir punda eða 1,8 milljarð íslenskra króna. Jafnframt segir að Amorim sé tilbúinn að færa sigum set og þjálfa í Manchester.

Man United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig að loknum 9 umferðum. Þá hefur liðið gert þrjú jafntefli í jafn mörgum leikjum í Evrópudeildinni.


Tengdar fréttir

Ten Hag rekinn frá Man. Utd

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×