Stefna íslenskra stjórnvalda sögð mannfjandsamleg í garð hælisleitenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 09:42 Árásin átti sér stað á Litla-Hrauni. Hælisleitandinn hefur síðan verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/Anton Ungir jafnaðarmenn gagnrýna dómsmálaráðherra og íslensk stjórnvöld harðlega vegna meðferðar á ungum marokkóskum hælisleitanda sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í vikunni. Í ályktun segja unglingasamtökin stefnu stjórnvalda mannfjandsamlega í málefnum hælisleitenda. Hópur fanga gekk í skrokk á ungum hælisleitanda á Litla-Hrauni á þriðjudag. Hælisleitandinn situr í fangelsi vegna ítrekaðra flóttatilrauna. Tennur brotnuðu í manninum og var hann illa marinn eftir árásina. Í ályktun stjórnar Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, er mál mannsins sagt enn eitt dæmið um vanrækslu íslenskra stjórnvalda og mannfjandsamlega stefnu. Auglýsa þeir eftir „dómsmálaráðherra með samvisku“. Einnig kemur fram að maðurinn hafi sagst vera sextán ára þegar hann kom til landsins. Tanngreining sem yfirvöld létu gera hafi hins vegar leitt í ljós að hann væri átján ára. Bæði UNICEF og Rauði krossinn hafi óskað eftir að að tanngreiningum af þessu tagi verði hætt til að meta aldur hælisleitenda. Ungir jafnaðarmenn segjast ítrekað hafa mótmælt hvernig íslensk stjórnvöld vísi börnum sem leiti hælis hér aftur út í óvissuna. Börn eigi að njóta vafans, hvort sem þau eru sautján eða átján ára gömul. „Ábyrgð er fangelsisyfirvalda, ábyrgð er þingsins en mest er þó ábyrgð dómsmálaráðherra sem rekur mannfjandsamlega stefnu gagnvart fólki á flótta og annarra sem hafa talað um að mæta hælisleitendum með „járnhnefa“. Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða og lýsa enn og aftur yfir vantrausti á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra,“ segir í ályktuninni. Flóttamenn Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn gagnrýna dómsmálaráðherra og íslensk stjórnvöld harðlega vegna meðferðar á ungum marokkóskum hælisleitanda sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í vikunni. Í ályktun segja unglingasamtökin stefnu stjórnvalda mannfjandsamlega í málefnum hælisleitenda. Hópur fanga gekk í skrokk á ungum hælisleitanda á Litla-Hrauni á þriðjudag. Hælisleitandinn situr í fangelsi vegna ítrekaðra flóttatilrauna. Tennur brotnuðu í manninum og var hann illa marinn eftir árásina. Í ályktun stjórnar Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, er mál mannsins sagt enn eitt dæmið um vanrækslu íslenskra stjórnvalda og mannfjandsamlega stefnu. Auglýsa þeir eftir „dómsmálaráðherra með samvisku“. Einnig kemur fram að maðurinn hafi sagst vera sextán ára þegar hann kom til landsins. Tanngreining sem yfirvöld létu gera hafi hins vegar leitt í ljós að hann væri átján ára. Bæði UNICEF og Rauði krossinn hafi óskað eftir að að tanngreiningum af þessu tagi verði hætt til að meta aldur hælisleitenda. Ungir jafnaðarmenn segjast ítrekað hafa mótmælt hvernig íslensk stjórnvöld vísi börnum sem leiti hælis hér aftur út í óvissuna. Börn eigi að njóta vafans, hvort sem þau eru sautján eða átján ára gömul. „Ábyrgð er fangelsisyfirvalda, ábyrgð er þingsins en mest er þó ábyrgð dómsmálaráðherra sem rekur mannfjandsamlega stefnu gagnvart fólki á flótta og annarra sem hafa talað um að mæta hælisleitendum með „járnhnefa“. Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða og lýsa enn og aftur yfir vantrausti á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra,“ segir í ályktuninni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00