Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2018 20:00 Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli.Í vikunni fjölluðum við um nemenda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt kallaður kvenmannsnafni þegar hann líti á sig sem karlmann. Að hans sögn neiti skólastjóri skólans að breyta nafni hans í gögnum á meðan hann bíði eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingu hans gildri. Önnur er saga Ólivers Elís, sem stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann kom út sem transmaður árið 2017 og fékk nafni sínu breytt í gögnum skólans um leið og óskað var eftir því. „Mjög fljótlega eftir að ég kom út sendi mamma tölvupóst á skrifstofu skólans, þar sem ég var ekki orðinn 18 ára á þeim tíma. Sama dag var þetta komið inn í kerfið þar. Þetta var alls ekkert vandamál og voru allir tilbúnir að hjálpa strax og eru enn allir tilbúnir að hjálpa mér í öllu,“ segir Óliver Elí Jónsson, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.Ólíver Elí JónssonBaldur Hrafnkell JónssonÞá segir jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans að um einfalt verk sé að ræða sem taki nokkrar mínútur með hjálp tölvu, enda sé það í fyrirrúmi að nemandi sé ekki minntur á fyrra kyn. Óliver segir það mikinn létti að rétt nafn sé skráð í gögn skólans. „Það er rosalega mikill léttir að geta mætt í skólann og vitandi að það er enginn að fara að ruglast neitt. Gögnin eru bara beint fyrir framan þau og því geta þau ekki notað neitt annað,“ sagði Óliver Elí. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli.Í vikunni fjölluðum við um nemenda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt kallaður kvenmannsnafni þegar hann líti á sig sem karlmann. Að hans sögn neiti skólastjóri skólans að breyta nafni hans í gögnum á meðan hann bíði eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingu hans gildri. Önnur er saga Ólivers Elís, sem stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann kom út sem transmaður árið 2017 og fékk nafni sínu breytt í gögnum skólans um leið og óskað var eftir því. „Mjög fljótlega eftir að ég kom út sendi mamma tölvupóst á skrifstofu skólans, þar sem ég var ekki orðinn 18 ára á þeim tíma. Sama dag var þetta komið inn í kerfið þar. Þetta var alls ekkert vandamál og voru allir tilbúnir að hjálpa strax og eru enn allir tilbúnir að hjálpa mér í öllu,“ segir Óliver Elí Jónsson, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.Ólíver Elí JónssonBaldur Hrafnkell JónssonÞá segir jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans að um einfalt verk sé að ræða sem taki nokkrar mínútur með hjálp tölvu, enda sé það í fyrirrúmi að nemandi sé ekki minntur á fyrra kyn. Óliver segir það mikinn létti að rétt nafn sé skráð í gögn skólans. „Það er rosalega mikill léttir að geta mætt í skólann og vitandi að það er enginn að fara að ruglast neitt. Gögnin eru bara beint fyrir framan þau og því geta þau ekki notað neitt annað,“ sagði Óliver Elí.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30