Tíkin Irma tók að sér kettling eftir að hafa misst sjö hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2018 19:15 Það fer einstaklega vel á með Irmu og kettlingnum eftir að Irma ákvað að gerast fósturmóðir hans. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela. Dýr Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela.
Dýr Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira