Birgir og Axel spila til úrslita Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 10:42 Axel og Birgir Leifur fagna á hringnum í morgun Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson munu spila til úrslita í fjórbolta á EM í golfi eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitunum. Axel og Birgir Leifur unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum í vikunni. Þeir mættu Santiago Ben Tarrio og David Borda frá Spáni í dag. Íslendingarnir byrjuðu mjög vel og voru með fjögurra holu forystu þegar 10 holur voru búnar. Sjálfstraustið greinilega í botni eftir frábæra spilamennsku í vikunni og gullverðlauninn í blönduðu liðakeppninni í gær. Spánverjarnir náðu aðeins að saxa á þá á næstu holum en ekki gekk þeim betur en svo að eftir 15 holur voru Axel og Birgir með þriggja holu forskot. Borda og Ben Tarrio unnu hins vegar 16. holuna og frestuðu fögnuði Íslendinganna aðeins. Jafnt var á sautjándu holu og niðurstaðan því 2&1 sigur Birgis og Axels. Úrslitaleikurinn hefst eftir hádegi, klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar því jafnara var með liðunum í hinum undanúrslitaleiknum og keppnin þar enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson munu spila til úrslita í fjórbolta á EM í golfi eftir sigur á Spánverjum í undanúrslitunum. Axel og Birgir Leifur unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum í vikunni. Þeir mættu Santiago Ben Tarrio og David Borda frá Spáni í dag. Íslendingarnir byrjuðu mjög vel og voru með fjögurra holu forystu þegar 10 holur voru búnar. Sjálfstraustið greinilega í botni eftir frábæra spilamennsku í vikunni og gullverðlauninn í blönduðu liðakeppninni í gær. Spánverjarnir náðu aðeins að saxa á þá á næstu holum en ekki gekk þeim betur en svo að eftir 15 holur voru Axel og Birgir með þriggja holu forskot. Borda og Ben Tarrio unnu hins vegar 16. holuna og frestuðu fögnuði Íslendinganna aðeins. Jafnt var á sautjándu holu og niðurstaðan því 2&1 sigur Birgis og Axels. Úrslitaleikurinn hefst eftir hádegi, klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar því jafnara var með liðunum í hinum undanúrslitaleiknum og keppnin þar enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira