Varaformaður Viðreisnar undrandi á frestun ríkisstjórnar á orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 12:43 Þorsteinn Víglundsson. Fréttablaðið/Eyþór Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta því um nokkra mánuði að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi, eins og íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Varaformaður Viðreisnar segir að með pólitískum leikjum sem þessum séu menn að leika sér með framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Til stóð samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar að leggja þriðja orkupakka Evrópusambandsins fyrir Alþingi í febrúar á næsta ári. Undanfarnar vikur hefur innleiðing orkupakkans verið gagnrýnd harkalega, sérstaklega af leiðtogum Miðflokksins en einnig hafa tvö framsóknarfélög ályktað gegn innleiðingunni. Andstæðingar innleiðingarinnar hafa fullyrt að með henni glati Íslendingar að einhverju leyti forræðinu í eigin orkumálum, sem sérfræðingar í skýrslu til iðnaðarráðherra telja ekki vera rétt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi síðan frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta því að leggja pakkann fyrir Alþingi fram á vor vegna athugasemda sem fram hefðu komið og sérfræðingum falið að skoða málið betur. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn rifjar upp á heimasíðu sinni að það hafi verið í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar sem ríkisstjórn og Alþingi hafi ákveðið að orkupakki þrjú yrði tekinn upp í EES samninginn og þannig skuldbundið íslensk stjórnvöld til að innleiða hann með samþykkt Alþingis. „Þannig hafi málið staðið við myndun núverandi ríkisstjórnar” segir Björn. Það væri því hlutverk núverandi utanríkisráðherra að leggja tillögu fyrir Alþingi svo að unnt verði að standa við skuldbindingu Gunnars Braga sem utanríkisráðherra.Innri órói í ríkisstjórninni Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar undrast ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta málinu. „Hún kemur bara mjög á óvart. Ég held hún lýsi miklu frekar einhverjum innri óróa í stjórnarsamstarfinu varðandi þetta mál en efnislegum aðstæðum í málinu. Það er löngu búið að greina þetta allt fram og til baka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fór yfir málið á sínum tíma á árunum 2014 til 2015. Þá var ekki flaggað neinum viðvörunarflöggum um einhver sérstök álitamál sem þyrfti að skoða,” segir Þorsteinn. Hins vegar hafi þurft að gera nokkrar lagabreytingar vegna innleiðingarinnar sem núverandi ríkisstjórn hafi verið að undirbúa. Önnur EES ríki hafi staðfest innleiðinguna. „En vandræðagangurinn hjá ríkisstjórninni hér á landi virðist ætla að halda áfram. Fyrst og fremst út af einhverri umræðu sem er út úr öllu korti. Ekki byggð á neinum staðreyndum, löngu búið að hafna þeim fullyrðingum sem þar hafa verið settar fram og ekkert því til fyrirstöðu að leggja málið fyrir Alþingi til úrlausnar,” segir Þorsteinn. EES samningurinn skuldbindi Íslendinga til að innleiða þetta regluverk annars séu menn að leika sér með framtíð EES samningsins. „Ætli menn að leika svona pólitíska leiki á innleiðingar á sameiginlegu regluverki evrópska efnahagssvæðisins erum við farin að gera það já. Þar þurfa þá að vera miklu ígrundaðri ástæður eða raunverulegt hagsmunamat að baki slíkum áformum. Ætli menn að stefna samningnum í voða eins og þarna gæti orðið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira