Kristófer lék síðustu leiki tímabilsins 2016-17 með KR og svo allt síðasta tímabil. Hann varð Íslandsmeistari í bæði skiptin. Kristófer var valinn leikmaður og varnarmaður ársins í Domino’s-deildinni í fyrra auk þess sem hann var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Kristófer skilaði 16,6 stigum og 10,1 frákasti að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Skotnýting hans var 62,9%.
KR fékk einnig Finn Atla Magnússon sem er fluttur heim frá Ungverjalandi ásamt unnustu sinni, Helenu Sverrisdóttur. Finnur Atli er uppalinn hjá KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011 og 2016. Finnur Atli lék með Haukum 2015-18.

Síðasta tímabilið sem Elvar lék hér á landi var hann með 20,8 stig, 4,3 fráköst og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Elvar gæti leikið með Njarðvík þegar liðið mætir Grindavík í 7. umferð Domino’s-deildarinnar í kvöld.