Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 21:00 Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski. Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski.
Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent