Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 14:00 BepiColombo var þróað af geimvísindastofnunum Evrópu og Japan. ESA/STEPHANE CORVAJA Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996. Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda tvö geimför í langt ferðalag til Merkúr. Þar munu geimförin, sem í sameiningu kallast BepiColombo, rannsaka plánetuna ítarlega en hún hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Geimförin tvö verða þó í rauninni eitt geimfar þar til það kemur til Merkúr. Annar hluti geimfarsins var smíðaður af ESA og heitir Mercury Planetary Orbiter. Það ber ellefu rannsóknartæki og er ætlað að rannsaka plánetuna sjálfa. Hitt heitir Mercury Magnetospheric Orbiter og var smíðað af Geimvísindastofnun Japan. Því er ætlað að rannsaka segulsvið plánetunnar. Ferðalag BepiColombo er þó langt frá því að vera einfalt. Samtals mun geimfarið fara um níu milljarða kílómetra á sjö árum, áður en það kemst rétta sporbraut um Merkúr. Því verður flogið einu sinni í kringum jörðina, tvisvar sinnum í kringum Venus og alls sex sinnum í kringum Merkúr. Allt í allt mun BepiColombo fara 18 sinnum í kringum sólina á sjö árum. Áætlað er að ferðinni ljúki árið 2025. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan korter í tvö í nótt og má fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér á vef ESA.Upplýsingar um ferðalagið má sjá á myndinni hér að neðan.Ferðalag BepiColombo er nokkuð flókið.ESAESA segir fyrstu klukkustundirnar og fyrstu dagana vera mikilvægasta. BepiColombo verðu fyrst á braut um jörðu eftir geimskotið og munu vísindamenn þá sannreyna að öll kerfi virki eðlilega, áður en geimfarinu verður skotið í átt að Venus. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn ESA unnið hörðum höndum að því að æfa ferðalag BepiColombo. Þeir telja geimferð þessa vera eina þá erfiðustu sem ESA hefur komið að. Merkúr er svo nálægt sólinni að það mun reynast erfitt að koma í veg fyrir að geimfarið festist í þyngdarafli hennar. Því þarf að senda geimfarið svo marga hringi í kringum Venus og Merkúr áður en sporbrautin næst. Það er til að hægja á geimfarinu svo það þjóti ekki í til sólarinnar.Það er margt sem gæti farið úrskeiðis fyrstu klukkustundirnar og dagana.ESAEinungis tvö geimför hafa verið send til Merkúr áður. Mariner 10 og Messenger, sem bæði voru send af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Messenger var vísvitandi brotlent þar árið 2015. BepiColombo er að miklu leyti ætlað að byggja á þeim gögnum sem Messenger safnaði. Geimfarið mun skoða yfirborð Merkúr, innri hluta plánetunnar, segulsvið og fleira. Þar að auki felur geimferðin í sér rannsókn af afstæðiskenningu Albert Einstein.Merkúr verður grandskoðuð. Hér má sjá í hverju nokkrar tilraunir felast í.ESAEins og áður segir verður BepiColombo skotið á loft korter í tvö í nótt. Geimfarinu verður skotið á loft frá Frönsku Gíneu með Ariane 5 eldflaug. Þær eldflaugar voru þróaðar af Airbus og ESA og voru fyrst teknar í notkun árið 1996.
Geimurinn Merkúríus Venus Vísindi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira