Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 13:45 Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smarlandsins á Mbl.is. Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og greindi frá upplifun sinni að lesa skrif um sjálfan sig. Grúppan telur tæplega tíu þúsund manns en hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. Stofnandi hópsins er að sögn Jóns Steinars Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Hún er einn þriggja stjórnenda hópsins í dag. Upplýsti Jón Steinar að hann hefði verið kallaður ógeð, viðbjóður, kvikyndi, fáviti og spurt hver ætlaði að skála í kampavíni þegar hann væri dauður. Jón Steinar ræddi upplifun sína í Harmageddon á X-inu í morgun. Hann setti mál sitt í samhengi við brottrekstur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi rektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann var rekinn fyrir ummæli um konur í Facebook hópi. Telur Jón Steinar að sömu aðilar og fagni brottrekstri Kristins leyfi sér að tala fjálglega um sig og fleiri í fyrrnefndum hópi.Viðtalið má heyra hér að neðan.Marta María segir í færslu á Facebook að Jón Steinar sé ekki eina manneskjan sem hafi lent undir strætó í fyrrnefndum hópi. Sjálf var hún eitt sinn í hópnum en var vikið úr honum. „Ég man hvað það var mikill léttir þegar mér var hent út af síðunni án nokkurra skýringa,“ segir Marta María. „Það er nefnilega mjög óþægilegt að lesa níð um sjálfan sig eða vinnu sína dag eftir dag.“ Marta María segir að fleiri samstarfskonur hennar á Morgunblaðinu hafi upplifað létti þegar þær hættu í hópnum. Hún fagnar því að Jón Steinar hafi stigið fram. „Gott að einhver sagði eitthvað!“ Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, tekur undir með Mörtu og segir ofboðslegan létti að vera kominn út úr hópnum. Bubbi Morthens segir það sem Jón Steinar hafi lent í vera ofbeldi. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, stofnanda og einn stjórnenda grúppunnar, við vinnslu fréttarinnar. Hildur Lilliendahl, annar stjórnandi grúppunar, tjáði blaðamanni að stjórnendurnir hefðu ekki hugsað sér að ræða málið við blaðamenn. Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag og greindi frá upplifun sinni að lesa skrif um sjálfan sig. Grúppan telur tæplega tíu þúsund manns en hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Í lýsingu hópsins segir að þar sé hægt að deila myndum og fréttum af körlum að gera merkilega hluti. Stofnandi hópsins er að sögn Jóns Steinars Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Hún er einn þriggja stjórnenda hópsins í dag. Upplýsti Jón Steinar að hann hefði verið kallaður ógeð, viðbjóður, kvikyndi, fáviti og spurt hver ætlaði að skála í kampavíni þegar hann væri dauður. Jón Steinar ræddi upplifun sína í Harmageddon á X-inu í morgun. Hann setti mál sitt í samhengi við brottrekstur Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi rektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann var rekinn fyrir ummæli um konur í Facebook hópi. Telur Jón Steinar að sömu aðilar og fagni brottrekstri Kristins leyfi sér að tala fjálglega um sig og fleiri í fyrrnefndum hópi.Viðtalið má heyra hér að neðan.Marta María segir í færslu á Facebook að Jón Steinar sé ekki eina manneskjan sem hafi lent undir strætó í fyrrnefndum hópi. Sjálf var hún eitt sinn í hópnum en var vikið úr honum. „Ég man hvað það var mikill léttir þegar mér var hent út af síðunni án nokkurra skýringa,“ segir Marta María. „Það er nefnilega mjög óþægilegt að lesa níð um sjálfan sig eða vinnu sína dag eftir dag.“ Marta María segir að fleiri samstarfskonur hennar á Morgunblaðinu hafi upplifað létti þegar þær hættu í hópnum. Hún fagnar því að Jón Steinar hafi stigið fram. „Gott að einhver sagði eitthvað!“ Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, tekur undir með Mörtu og segir ofboðslegan létti að vera kominn út úr hópnum. Bubbi Morthens segir það sem Jón Steinar hafi lent í vera ofbeldi. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, stofnanda og einn stjórnenda grúppunnar, við vinnslu fréttarinnar. Hildur Lilliendahl, annar stjórnandi grúppunar, tjáði blaðamanni að stjórnendurnir hefðu ekki hugsað sér að ræða málið við blaðamenn.
Tengdar fréttir Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15