Fyrirmynd „Rosie the Riveter“ látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 15:15 Naomi Parker Farley þekkja flestir sem Rosie the Riveter. Vísir/Getty Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“ Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“
Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira