Myllan hefur innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku. Ákvörðunin um innköllun er tekin að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Frá þessu greinir á vef Reykjavíkurborgar.
„Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
Vöruheiti: Myllu Hafrakaka, Bónus Hafrakaka og Hagkaups Hafrakaka
Vörunúmer: 1505, 1485, 1488
Strikanúmer: 5690568015056, 5690568014851, 5690568014882
Nettómagn: 100 g
Best fyrir: til og með 31. janúar 2018
Framleiðandi: Myllan, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Dreifing: Verslanir um land allt
Neytendur sem keypt hafa Hafrakökur með framangreindum dagsetningum mega skila þeim í verslanir þar sem kökurnar voru keyptar eða til Myllunnar, Skeifunni 19, milli 8-16 alla virka daga. Nánari upplýsingar fást hjá Gæðadeild Myllunnar í síma 5102379 & 5102379 eða netfang: gaedastjori@myllan.is,“ segir í fréttinni.
Kalla inn Hafrakökur frá Myllunni
![Ákvörðun um innköllun er tekin að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.](https://www.visir.is/i/664355575639F34FB879EAD8E74419E100E02B45FCED2BA39F5556AAF035AB69_713x0.jpg)