Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2018 12:30 Hópurinn var einstaklega flottur á rauða dreglinum. vísir/getty Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skipti sem íslensk mynd er valin í aðalkeppni hátíðarinnar. Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, en þetta er hennar fyrsta mynd í fullri lengd. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Íslold hefur áður leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Sundance kvikmyndahátíðin hófst 18. janúar og var leikarahópurinn og aðstandendur kvikmyndarinnar mættir á rauða dregilinn í Bandaríkjunum í gær. Andið eðlilega keppir í öðrum af tveimur flokkum aðalkeppninnar, World Cinema Dramatic Competition, þar sem 12 kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna voru valdar úr þúsundum innsendra mynda. Hátíðin var stofnuð af leikaranum og leikstjóranum Robert Redford og telst ein virtasta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku. Á meðal leikstjóra sem hófu frægðargöngu sína á Sundance eru Paul Thomas Anderson, Jim Jarmush, Steven Soderbergh, Wes Anderson, Darren Aronofsky, Quentin Tarantino og Coen bræður. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í febrúar 2018 og mun Sena dreifa myndinni. The Match Factory sér um sölu og dreifingu á heimsvísu. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af rauða dreglinum.Teitur Skúlason, Þódís Claessen, Patrik Nökkvi Pétursson, Colin Donner og Ísold Uggadóttir sem tekur hér mynd af hópnum á símann sinn.Vísir/gettyInga Lind Karlsdíttir, Kristin Þóra Haraldsdóttir, Teitur Skúlason, Patrik Nökkvi Pétursson, Ísold Uggadóttir, Þórdís Claessen, Babetida Sadjo, Colin Donner og Frederique Broos á frumsýningunni.vísir/gettyColin Donner og Babetida Sadjo en hún fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.vísir/gettyAðalleikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Patrik Nökkvi Pétursson og Babetida Sadjo.vísir/getty Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skipti sem íslensk mynd er valin í aðalkeppni hátíðarinnar. Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, en þetta er hennar fyrsta mynd í fullri lengd. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Íslold hefur áður leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Sundance kvikmyndahátíðin hófst 18. janúar og var leikarahópurinn og aðstandendur kvikmyndarinnar mættir á rauða dregilinn í Bandaríkjunum í gær. Andið eðlilega keppir í öðrum af tveimur flokkum aðalkeppninnar, World Cinema Dramatic Competition, þar sem 12 kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna voru valdar úr þúsundum innsendra mynda. Hátíðin var stofnuð af leikaranum og leikstjóranum Robert Redford og telst ein virtasta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku. Á meðal leikstjóra sem hófu frægðargöngu sína á Sundance eru Paul Thomas Anderson, Jim Jarmush, Steven Soderbergh, Wes Anderson, Darren Aronofsky, Quentin Tarantino og Coen bræður. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í febrúar 2018 og mun Sena dreifa myndinni. The Match Factory sér um sölu og dreifingu á heimsvísu. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af rauða dreglinum.Teitur Skúlason, Þódís Claessen, Patrik Nökkvi Pétursson, Colin Donner og Ísold Uggadóttir sem tekur hér mynd af hópnum á símann sinn.Vísir/gettyInga Lind Karlsdíttir, Kristin Þóra Haraldsdóttir, Teitur Skúlason, Patrik Nökkvi Pétursson, Ísold Uggadóttir, Þórdís Claessen, Babetida Sadjo, Colin Donner og Frederique Broos á frumsýningunni.vísir/gettyColin Donner og Babetida Sadjo en hún fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.vísir/gettyAðalleikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Patrik Nökkvi Pétursson og Babetida Sadjo.vísir/getty
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira