Innlent

Líst illa á að fólk noti iðgjald til að greiða niður húsnæðisskuldir

Höskuldur Kári Schram skrifar
Formanni Landssamtaka lífeyrissjóða líst illa á þá hugmynd að fólk fái að nota hluta af lögbundnu iðgjaldi til að greiða niður húsnæðisskuldir eins og lagt er til í nýrri skýrslu um sjóðina.

Starfshópur forsætisráðherra um hlutverk lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu leggur til að fólk fái auknar heimildir til að ráðstafa lögbundnu iðgjaldi til húsnæðismála. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem var birt nýlega. Hópurinn telur að þannig megi auka val sjóðsfélaga og draga um leið úr umsvifum lífeyrissjóða á markaði.

Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða geldur varhug við þessari hugmynd.

„Vegna þess að ég lít svo á og alltaf skilið það þannig að lífeyrisiðgjaldið eigi að fjármagna eftirlaunaárin. Ef við tökum mikið af því einhvern tímann á leiðinni þá verður auðvitað minna til skiptanna þegar við komum inn á það ævitímabil,“ segir Þorbjörn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×