Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Gissur Sigurðsson skrifar 31. janúar 2018 13:30 Sigurður Gísli Pálmason berst fyrir friðun svæðisins. Vísir/gva Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni. Umhverfismál Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni.
Umhverfismál Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira