Emre Can kom Liverpool yfir með skoti af löngu færi en Roberto Firmino tvöfaldaði forskotið með ansi huggulegri laumu á nærstönginni í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þriðja markið skoraði Mohamed Salah úr vítaspyrnu.
Arsenal er í alls konar vandræðum en liðið tapaði, 3-1, í frumraun Henrikhs Mkhitaryan gegn Swansea á útivelli í gærkvöldi.
Nacho Monreal kom Arsenal yfir en tvö mörk frá Sam Clucas og eitt frá Jordan Ayew eftir skelfileg mistök Petr Cech gengu frá Skyttunum á Liberty-vellinum.
Hér að neðan má sjá öll mörk gærkvöldsins þar sem West Ham og Crystal Palace skildu einnig jöfn, 1-1.
Huddersfield - Liverpool 0-3