Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2018 07:30 Kaupþing á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka. Vísir/Stefán Kaupþing þarf að greiða um 23 milljarða króna fyrir þrettán prósenta hlut íslenska ríkisins í Arion banka ef eignarhaldsfélagið ákveður að nýta kauprétt sem það hefur að hlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hefur Kaupþing uppi áform um að leysa til sín hlutinn og selja áfram – á sama verði og hann yrði keyptur á af ríkinu – til íslenskra lífeyrissjóða, tryggingafélaga og mögulega annarra fagfjárfesta. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Kaupþing hefur þegar gert lífeyrissjóðunum tilboð, sem barst þeim síðastliðinn miðvikudagsmorgun, um að selja sjóðunum að lágmarki samtals fimm prósenta hlut í bankanum en Kaupþing á fyrir um 57 prósent í Arion banka. Samkvæmt tilboðinu býðst sjóðunum að kaupa á föstu verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Það er nánast sama gengi og kaupréttur Kaupþings, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá árinu 2009, er á ef félagið myndi nýta sér hann í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ákvörðun Kaupþings um að mögulega kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka ætti að liggja skýrar fyrir á næstu dögum þegar meira verður vitað um áhuga lífeyrissjóða á bankanum. Þannig hefur Kaupþing, sem nýtur ráðgjafar Kviku banka í söluferlinu, óskað eftir því að hver og einn sjóður gefi svar í síðasta lagi á föstudag í þessari viku um hvort þeir hafi í hyggju að fara í óskuldbindandi viðræður á grundvelli tilboðs Kaupþings og þá hversu stóran hlut þeir kunna að vilja kaupa. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður kaupréttur Kaupþings aðeins nýttur ef lífeyrissjóðirnir reynast áhugasamir um að kaupa talsvert stærri hlut en fimm prósent – kannski tíu til fimmtán prósent – í Arion banka. Hvort af kaupunum verður, en samkvæmt tilboði Kaupþings er gert ráð fyrir að klára þau fyrir birtingu ársreiknings Arion banka um miðjan febrúar, mun ráðast mjög af afstöðu fjögurra stærstu lífeyrissjóðanna – LSR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis og Birtu. Að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála er þannig talið nauðsynlegt að tveir sjóðanna hið minnsta hafi aðkomu að kaupunum eigi þau að verða að veruleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur einn af stóru lífeyrissjóðunum hins vegar nú þegar gert það upp við sig að hann hafi ekki í hyggju að fara í viðræður við Kaupþing um kaup á hlut í bankanum.Ríkið fékk hlutinn á rúmlega 9 milljarða Í samtölum við stjórnendur lífeyrissjóðanna leggja þeir áherslu á að mikilvægt sé að fá vissu fyrir því af hálfu Kaupþings að áform um að ráðast í kjölfarið í alþjóðlegt útboð og skráningu á Arion banka síðar á árinu gangi eftir. Enginn áhugi sé fyrir því að eiga lítinn hlut í óskráðum banka á móti erlendum vogunarsjóðum og Kaupþingi, sem er að stærstum hluta einnig óbeint í eigu sömu vogunarsjóða. Fyrir Kaupþing er talið mikilvægt að fá lífeyrissjóðina, stærstu stofnanafjárfesta landsins, til að kaupa í bankanum í aðdraganda útboðs enda yrði slíkt talið traustleikamerki á bankanum sem fjárfestingakosti í augum erlendra fjárfesta. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið hefur verið til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, eins og greint var frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins síðastliðinn fimmtudag.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Efnahagsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Kaupþing þarf að greiða um 23 milljarða króna fyrir þrettán prósenta hlut íslenska ríkisins í Arion banka ef eignarhaldsfélagið ákveður að nýta kauprétt sem það hefur að hlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hefur Kaupþing uppi áform um að leysa til sín hlutinn og selja áfram – á sama verði og hann yrði keyptur á af ríkinu – til íslenskra lífeyrissjóða, tryggingafélaga og mögulega annarra fagfjárfesta. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Kaupþing hefur þegar gert lífeyrissjóðunum tilboð, sem barst þeim síðastliðinn miðvikudagsmorgun, um að selja sjóðunum að lágmarki samtals fimm prósenta hlut í bankanum en Kaupþing á fyrir um 57 prósent í Arion banka. Samkvæmt tilboðinu býðst sjóðunum að kaupa á föstu verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Það er nánast sama gengi og kaupréttur Kaupþings, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá árinu 2009, er á ef félagið myndi nýta sér hann í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ákvörðun Kaupþings um að mögulega kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka ætti að liggja skýrar fyrir á næstu dögum þegar meira verður vitað um áhuga lífeyrissjóða á bankanum. Þannig hefur Kaupþing, sem nýtur ráðgjafar Kviku banka í söluferlinu, óskað eftir því að hver og einn sjóður gefi svar í síðasta lagi á föstudag í þessari viku um hvort þeir hafi í hyggju að fara í óskuldbindandi viðræður á grundvelli tilboðs Kaupþings og þá hversu stóran hlut þeir kunna að vilja kaupa. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður kaupréttur Kaupþings aðeins nýttur ef lífeyrissjóðirnir reynast áhugasamir um að kaupa talsvert stærri hlut en fimm prósent – kannski tíu til fimmtán prósent – í Arion banka. Hvort af kaupunum verður, en samkvæmt tilboði Kaupþings er gert ráð fyrir að klára þau fyrir birtingu ársreiknings Arion banka um miðjan febrúar, mun ráðast mjög af afstöðu fjögurra stærstu lífeyrissjóðanna – LSR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis og Birtu. Að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála er þannig talið nauðsynlegt að tveir sjóðanna hið minnsta hafi aðkomu að kaupunum eigi þau að verða að veruleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur einn af stóru lífeyrissjóðunum hins vegar nú þegar gert það upp við sig að hann hafi ekki í hyggju að fara í viðræður við Kaupþing um kaup á hlut í bankanum.Ríkið fékk hlutinn á rúmlega 9 milljarða Í samtölum við stjórnendur lífeyrissjóðanna leggja þeir áherslu á að mikilvægt sé að fá vissu fyrir því af hálfu Kaupþings að áform um að ráðast í kjölfarið í alþjóðlegt útboð og skráningu á Arion banka síðar á árinu gangi eftir. Enginn áhugi sé fyrir því að eiga lítinn hlut í óskráðum banka á móti erlendum vogunarsjóðum og Kaupþingi, sem er að stærstum hluta einnig óbeint í eigu sömu vogunarsjóða. Fyrir Kaupþing er talið mikilvægt að fá lífeyrissjóðina, stærstu stofnanafjárfesta landsins, til að kaupa í bankanum í aðdraganda útboðs enda yrði slíkt talið traustleikamerki á bankanum sem fjárfestingakosti í augum erlendra fjárfesta. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið hefur verið til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, eins og greint var frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins síðastliðinn fimmtudag.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Efnahagsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira