Segir skilið við Oxfam eftir vændishneykslið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 08:12 Minnie Driver var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Good Will Hunting árið 1997 Vísir/afp Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. Uppsögn hennar má rekja til ásakana sem beinast gegn hjálparstarfsmönnum samtakanna. Afhjúpanir að undanförnu hafa leitt í ljós að útsendarar Oxfam á Haítí greiddu fólki, ekki síst fátækum konum og börnum, fyrir að stunda með þeim kynlíf. Talið er að starfsmenn samtakanna hafi viðhaft þessa iðju í fjölda þeirra landa þar sem Oxfam starfar með bágstöddum. Vísir fjallaði ítarlega um málið og má nálgast þá umfjöllun með því að smella hér.Sjá einnig: Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Samtökin eru sökuð um að hafa leynt þessum upplýsingum og stungið skýrslu undir stól sem varpaði ljósi á athæfi starfsmanna á Haítí árið 2011. Nú hefur Minnie Driver sem fyrr segið ákveðið að hætta sem sendiherra og einn af andlitum samtakanna. Leikkonan, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting, Grosse Point Blank og Hope Springs, hefur starfað með Oxfam í 20 ár og segist ætla að halda áfram að berjast gegn óréttlæti þrátt fyrir að hún segi skilið við samtökin. Twitter-færslu hennar um málið má sjá hér að neðan.All I can tell you about this awful revelation about Oxfam is that I am devastated.Devastated for the women who were used by people sent there to help them, devastated by the response of an organization that I have been raising awareness for since I was 9 years old #oxfamscandal— Minnie Driver (@driverminnie) February 13, 2018 Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 16:02 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Leikkonan Minnie Driver hefur ákveðið að hætta sem sendiherra hjálparsamtakanna Oxfam. Uppsögn hennar má rekja til ásakana sem beinast gegn hjálparstarfsmönnum samtakanna. Afhjúpanir að undanförnu hafa leitt í ljós að útsendarar Oxfam á Haítí greiddu fólki, ekki síst fátækum konum og börnum, fyrir að stunda með þeim kynlíf. Talið er að starfsmenn samtakanna hafi viðhaft þessa iðju í fjölda þeirra landa þar sem Oxfam starfar með bágstöddum. Vísir fjallaði ítarlega um málið og má nálgast þá umfjöllun með því að smella hér.Sjá einnig: Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Samtökin eru sökuð um að hafa leynt þessum upplýsingum og stungið skýrslu undir stól sem varpaði ljósi á athæfi starfsmanna á Haítí árið 2011. Nú hefur Minnie Driver sem fyrr segið ákveðið að hætta sem sendiherra og einn af andlitum samtakanna. Leikkonan, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting, Grosse Point Blank og Hope Springs, hefur starfað með Oxfam í 20 ár og segist ætla að halda áfram að berjast gegn óréttlæti þrátt fyrir að hún segi skilið við samtökin. Twitter-færslu hennar um málið má sjá hér að neðan.All I can tell you about this awful revelation about Oxfam is that I am devastated.Devastated for the women who were used by people sent there to help them, devastated by the response of an organization that I have been raising awareness for since I was 9 years old #oxfamscandal— Minnie Driver (@driverminnie) February 13, 2018
Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 16:02 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15
Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 16:02