Haítí

Fréttamynd

Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdra­karla

Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans.

Erlent
Fréttamynd

Vargöldin á Haítí versnar hratt

Þegar lögregluþjónar frá Kenía mættu til Haítí fyrr á þessu ári voru íbúar ríkisins nokkuð vongóðir um að nú gæti dregið úr gífurlega umfangsmiklu ofbeldi glæpagengja þar. Þær vonir hafa ekki raungerst enn og búa íbúar Haítí enn og aftur við mikla óvissu.

Erlent
Fréttamynd

Drakk beint úr könnunni og svelgdist á

Edgar Leblanc Fils, bráðabirgðaforseti Haítí, átti nokkuð neyðarlegt atvik á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær á meðan hann fór með ræðu fyrir þingsal. Í miðri ræðu virðist Fils hafa orðið þyrstur en þá greip hann í vatnskönnuna í staðinn fyrir glasið sitt og ætlaði að fá sér vænan sopa af vatninu.

Erlent
Fréttamynd

Hét því að vísa haítískum inn­flytj­endum til Venesúela

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“.

Erlent
Fréttamynd

Varg­öld í Haítí

Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“

Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí.

Erlent
Fréttamynd

Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi

Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir.

Erlent
Fréttamynd

Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum

Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum

Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Hótaði að myrða trúboðana

Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans.

Erlent