Segja botninum náð hjá Högum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Það er um sex prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. Er mælst til þess að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Sérfræðingar Landsbankans spá 7,3 prósenta sölusamdrætti hjá félaginu á fjórða fjórðungi rekstrarársins, frá desember á síðasta ári til febrúar, en 3 prósenta tekjuvexti á næsta rekstrarári. Taka þeir fram að verðlagsþróun, lokanir verslana, gengisstyrking krónunnar og aukin samkeppni á markaði, meðal annars með tilkomu Costco, hafi haft mikil áhrif á sölu Haga undanfarna mánuði en að nú sé botninum náð. Er það mat hagfræðideildarinnar að tekjur verslunarfyrirtækisins muni vaxa frá og með öðrum fjórðungi næsta rekstrarárs samhliða áframhaldandi vexti í einkaneyslu. Eins telur hún að áhrifin af Costco séu ekki lengur eins sterk og þau voru eftir opnun verslunarinnar. Sérfræðingar Landsbankans gera ráð fyrir að EBITDA Haga – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.375 milljónir á yfirstandandi rekstrarári og er það nokkuð yfir spá stjórnenda félagsins, sem hljóðar upp á 4.000 til 4.300 milljónir. Á næsta rekstrarári telja greinendurnir að kostnaðaraðhald og söluvöxtur muni skila 4 prósenta vexti í EBITDA. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Icelandair og Hagar vanmetnustu félögin á markaði Hagar og Icelandair Group eru vanmetnustu félögin á hlutabréfamarkaði en HB Grandi það langsamlega dýrasta að mati greinenda Capacent. 25. janúar 2018 08:00 Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Það er um sex prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. Er mælst til þess að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Sérfræðingar Landsbankans spá 7,3 prósenta sölusamdrætti hjá félaginu á fjórða fjórðungi rekstrarársins, frá desember á síðasta ári til febrúar, en 3 prósenta tekjuvexti á næsta rekstrarári. Taka þeir fram að verðlagsþróun, lokanir verslana, gengisstyrking krónunnar og aukin samkeppni á markaði, meðal annars með tilkomu Costco, hafi haft mikil áhrif á sölu Haga undanfarna mánuði en að nú sé botninum náð. Er það mat hagfræðideildarinnar að tekjur verslunarfyrirtækisins muni vaxa frá og með öðrum fjórðungi næsta rekstrarárs samhliða áframhaldandi vexti í einkaneyslu. Eins telur hún að áhrifin af Costco séu ekki lengur eins sterk og þau voru eftir opnun verslunarinnar. Sérfræðingar Landsbankans gera ráð fyrir að EBITDA Haga – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.375 milljónir á yfirstandandi rekstrarári og er það nokkuð yfir spá stjórnenda félagsins, sem hljóðar upp á 4.000 til 4.300 milljónir. Á næsta rekstrarári telja greinendurnir að kostnaðaraðhald og söluvöxtur muni skila 4 prósenta vexti í EBITDA.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Icelandair og Hagar vanmetnustu félögin á markaði Hagar og Icelandair Group eru vanmetnustu félögin á hlutabréfamarkaði en HB Grandi það langsamlega dýrasta að mati greinenda Capacent. 25. janúar 2018 08:00 Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Icelandair og Hagar vanmetnustu félögin á markaði Hagar og Icelandair Group eru vanmetnustu félögin á hlutabréfamarkaði en HB Grandi það langsamlega dýrasta að mati greinenda Capacent. 25. janúar 2018 08:00
Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18. janúar 2018 07:30
Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53