Hrörnun sífrera skapar hættu í fjöllum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Þorsteinn tók þessa mynd af Móafellshyrnu og skriðunni daginn sem hún féll. Þorsteinn Sæmundsson Mikið vatnsveður, jarðskjálftar og hlánun sífrera í fjallshlíðum Móafellshyrnu urðu til þess að allt 480 þúsund rúmmetrar af grjóti og frostnum setlögum hrundu úr fjallinu í september árið 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknar Þorsteins Sæmundssonar, jarðfræðings við Háskóla Íslands. Í rannsóknarniðurstöðunum kemur fram að klumpar úr frostnum setlögum sem komu niður með skriðunni gefi til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi verið ein af orsökum hennar. Því gefi hún, ásamt öðrum vísbendingum, til kynna að sífreri í fjalllendi fari hrörnandi á Íslandi. „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu,“ segir Þorsteinn. „Hlíðar sem við höfum hingað til haldið að séu stöðugar gætu þess vegna verið óstöðugar. Þannig að hætta fyrir byggð, vegi og annað slíkt getur verið miklu meiri en við höfum hingað til haldið.“ Stórir grjót- og íshnullungar skoluðust niður eftir Markarfljóti.Skriðan féll eftir um 30 daga rigningatíð, en sumarið árið áður hafði verið óvenju hlýtt og þurrt. Jafnframt mældust þrír jarðskjálftar stuttu áður en skriðan féll. Skjálftamiðja þeirra var 60 kílómetra norðnorðvestur af Móafellshyrnu. Í rannsókn Þorsteins, sem birt hefur verið í vísindaritinu Science of the Total Enviroment, kemur fram að þessir tveir þættir hafi myndað þær aðstæður sem þurfti til að hrinda skriðunni af stað, þó svo að líklegt megi teljast að áhrif skjálftanna hafi verið hverfandi. Hins vegar gefi rannsóknir á vettvangi skriðunnar til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi á endanum hrundið skriðunni af stað. Frosin setlög hafa fundist í tveimur öðrum skriðum á norðurhluta landsins, önnur féll úr Torfufelli 2011, hin úr Árnesfjalli 2014. Slíkt hefur ekki fundist áður í skriðum á Íslandi svo vitað sé. „Þetta gefur til kynna að slitróttur sífreri í fjöllum á Íslandi sé að hrörna [...] Þessi rannsókn undirstrikar nýja hættu á Íslandi: jarðföll sem koma til vegna þiðnunar sífrera,“ segir í niðurstöðunum. „Þessi þrjú tilvik renna styrkum stoðum undir það að það eru miklar umhverfisbreytingar sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað í fjalllendi á Íslandi,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að sífrera er víða að finna í fjöllum á norðurhluta og austurhluta landsins og þá í meira en 800 til 900 metra hæð. Þessi svæði eru talin vera í kringum átta þúsund ferkílómetrar að stærð samanalagt.Brotsárið í Steinholtsjökli eftir skriðuna var um 30 metra hátt.Þorsteinn bendir á að margt sé á huldu um útbreiðslu sífrera í fjöllum á Íslandi. Í Móafellshyrnu og í Torfufelli fannst sífreri í 800 til 850 metra hæð. Hins vegar fannst hann í 350 til 400 metra hæð í Árnesfjalli. „Það er miklu lægri hæð heldur en við höfum hingað til haldið að þessi sífreri sé í,“ segir Þorsteinn. „Það sem gerðist í Árnesfjalli slær mjög sterkum viðvörunarbjöllum um það að við þurfum að stórefla rannsóknir á útbreiðslu sífrera og á því hvað er að gerast í þessum fjöllum.“ Hitastig hefur farið hækkandi á Ísland eins og annars staðar. Hækkunin nam 0,7 gráðum á öld en gögn frá árunum 1975 til 2008 sýna fram á mun hraðari hækkun, eða 0,35 gráður á áratug. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) telur að um miðja 21. öld muni umfang sífrera á norðurhveli jarðar hafa minnkað um 20 til 35 prósent. Rannsóknarhöfundar benda á í niðurlagi greinarinnar að það ætti setja rannsóknir á útbreiðslu sífrera, þá sérstaklega í grennd við byggð, í forgang. „Það eru ákveðin svæði sem eru þess eðlis að við þurfum að skoða þau mun betur. Við vitum í raun lítið hvað er að gerast í þessu umhverfi og við þurfum aukinn skilning sem kallar á auknar rannsóknir,“ segir Þorsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Mikið vatnsveður, jarðskjálftar og hlánun sífrera í fjallshlíðum Móafellshyrnu urðu til þess að allt 480 þúsund rúmmetrar af grjóti og frostnum setlögum hrundu úr fjallinu í september árið 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknar Þorsteins Sæmundssonar, jarðfræðings við Háskóla Íslands. Í rannsóknarniðurstöðunum kemur fram að klumpar úr frostnum setlögum sem komu niður með skriðunni gefi til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi verið ein af orsökum hennar. Því gefi hún, ásamt öðrum vísbendingum, til kynna að sífreri í fjalllendi fari hrörnandi á Íslandi. „Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu,“ segir Þorsteinn. „Hlíðar sem við höfum hingað til haldið að séu stöðugar gætu þess vegna verið óstöðugar. Þannig að hætta fyrir byggð, vegi og annað slíkt getur verið miklu meiri en við höfum hingað til haldið.“ Stórir grjót- og íshnullungar skoluðust niður eftir Markarfljóti.Skriðan féll eftir um 30 daga rigningatíð, en sumarið árið áður hafði verið óvenju hlýtt og þurrt. Jafnframt mældust þrír jarðskjálftar stuttu áður en skriðan féll. Skjálftamiðja þeirra var 60 kílómetra norðnorðvestur af Móafellshyrnu. Í rannsókn Þorsteins, sem birt hefur verið í vísindaritinu Science of the Total Enviroment, kemur fram að þessir tveir þættir hafi myndað þær aðstæður sem þurfti til að hrinda skriðunni af stað, þó svo að líklegt megi teljast að áhrif skjálftanna hafi verið hverfandi. Hins vegar gefi rannsóknir á vettvangi skriðunnar til kynna að þiðnun sífrera á svæðinu hafi á endanum hrundið skriðunni af stað. Frosin setlög hafa fundist í tveimur öðrum skriðum á norðurhluta landsins, önnur féll úr Torfufelli 2011, hin úr Árnesfjalli 2014. Slíkt hefur ekki fundist áður í skriðum á Íslandi svo vitað sé. „Þetta gefur til kynna að slitróttur sífreri í fjöllum á Íslandi sé að hrörna [...] Þessi rannsókn undirstrikar nýja hættu á Íslandi: jarðföll sem koma til vegna þiðnunar sífrera,“ segir í niðurstöðunum. „Þessi þrjú tilvik renna styrkum stoðum undir það að það eru miklar umhverfisbreytingar sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað í fjalllendi á Íslandi,“ segir Þorsteinn í samtali við Fréttablaðið. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að sífrera er víða að finna í fjöllum á norðurhluta og austurhluta landsins og þá í meira en 800 til 900 metra hæð. Þessi svæði eru talin vera í kringum átta þúsund ferkílómetrar að stærð samanalagt.Brotsárið í Steinholtsjökli eftir skriðuna var um 30 metra hátt.Þorsteinn bendir á að margt sé á huldu um útbreiðslu sífrera í fjöllum á Íslandi. Í Móafellshyrnu og í Torfufelli fannst sífreri í 800 til 850 metra hæð. Hins vegar fannst hann í 350 til 400 metra hæð í Árnesfjalli. „Það er miklu lægri hæð heldur en við höfum hingað til haldið að þessi sífreri sé í,“ segir Þorsteinn. „Það sem gerðist í Árnesfjalli slær mjög sterkum viðvörunarbjöllum um það að við þurfum að stórefla rannsóknir á útbreiðslu sífrera og á því hvað er að gerast í þessum fjöllum.“ Hitastig hefur farið hækkandi á Ísland eins og annars staðar. Hækkunin nam 0,7 gráðum á öld en gögn frá árunum 1975 til 2008 sýna fram á mun hraðari hækkun, eða 0,35 gráður á áratug. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) telur að um miðja 21. öld muni umfang sífrera á norðurhveli jarðar hafa minnkað um 20 til 35 prósent. Rannsóknarhöfundar benda á í niðurlagi greinarinnar að það ætti setja rannsóknir á útbreiðslu sífrera, þá sérstaklega í grennd við byggð, í forgang. „Það eru ákveðin svæði sem eru þess eðlis að við þurfum að skoða þau mun betur. Við vitum í raun lítið hvað er að gerast í þessu umhverfi og við þurfum aukinn skilning sem kallar á auknar rannsóknir,“ segir Þorsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira