Fanney Birna Jónsdóttir, sem var ráðin aðstoðarritstjóri Kjarnans í síðasta mánuði, hefur eignast tæplega eins prósents hlut í fjölmiðlinum. Þá hefur eignarhlutur Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra, Magnúsar Halldórssonar blaðamanns og Hjalta Harðarsonar minnkað lítillega en hlutur Hjálmars Gíslasonar stjórnarformanns, Birnu Önnu Björnsdóttur stjórnarmanns og Vilhjálms Þorsteinssonar stækkað.
Samkvæmt upplýsingum á vef fjölmiðlanefndar hefur eignarhlutur félags Hjálmars, HG80, stækkað úr 16,55 prósentum í 18,28 prósent. Félag Vilhjálms, Miðeind, er næststærsti hluthafi Kjarnans með 17,8 prósenta hlut, en eignarhluturinn var áður um 16 prósent, og þá nemur hlutur Birnu Önnu 12,2 prósentum. Áður átti hún 9,4 prósenta hlut í fjölmiðlinum.
Magnús Halldórsson er fjórði stærsti hluthafi Kjarnans með 11,7 prósenta hlut og Þórður Snær sá fimmti stærsti með 10,4 prósent.
Einnig vekur athygli að Ágúst Ólafur Ágústsson, sem kjörinn var á þing fyrir Samfylkinguna fyrr í vetur, hefur bætt lítillega við hlut sinn í Kjarnanum en hann fer með um 6,25 prósenta hlut. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir kosningar að til greina kæmi að selja hlutinn næði hann kjöri.
Kjarninn rekur samnefndan fréttavef og gefur auk þess út Vísbendingu, vikurit um efnahagsmál, og fríblaðið Mannlíf í samstarfi við Birtíng.
Fanney Birna með eins prósents hlut
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Viðskipti innlent

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent

Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun
Viðskipti innlent

Stefna á Coda stöð við Húsavík
Viðskipti innlent



Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna
Viðskipti innlent

Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna
Viðskipti innlent

Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent