Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. janúar 2018 20:30 Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira