Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. janúar 2018 08:45 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Minnst tólf, þar af tíu sem féllu í gær, liggja í valnum eftir öldu mótmæla í Íran undanfarna daga. Hundruð eru sár eftir átök við lögreglumenn. Óeirðirnar eru þær fjölmennustu í átta ár, eða frá því að úrslit forsetakosninganna 2009 voru ljós. Upphaf óeirðanna má rekja til óánægju almennings með stöðu mála á vinnumarkaði og efnahagsástand almennt. Atvinnuleysi í landinu er mikið, matarverð hefur hækkað að undanförnu og þá hefur kjarnorkusamkomulag landsins, frá því í júlí 2015, ekki skilað jafn miklu og margir höfðu vonast til. Spilling í öllum þrepum stjórnkerfisins auk gífurlegrar íhaldssemi í trúmálum hafa einnig verið olía á eld óánægjunnar. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Mótmælafundir voru skipulagðir á samskiptamiðlum og spjallborðum á veraldarvefnum. Mótmælendur hrópuðu slagorð til stuðnings keisurunum Reza Shah og Mohammad Reza Pahlavi en þeir ríktu í landinu á árunum 1925-1979. Keisaraveldið leið undir lok í kjölfar byltingar árið 1979 sem leiddi til klerkastjórnar og stofnunar íslamska lýðveldisins Írans. Fram að því hafði landið verið mun frjálslyndara og móttækilegra fyrir vestrænum áhrifum. Stjórnvöld vöruðu mótmælendur við því að fara út á stræti landsins en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Meðal slagorða sem ómuðu víðsvegar um landið má nefna „Við viljum ekki íslamskt lýðveldi“ og „Niður með einræðisherrana“. Mótmælin náðu til höfuðborgarinnar Teheran þann 30. desember þar sem stúdentar brenndu meðal annars myndir af Ali Khameini, æðsta klerki landsins. Yfirvöld hafa brugðist við mótmælunum af hörku. Lokað var fyrir aðgang að ýmsum samskiptaforritum, þar á meðal Instagram, til að gera óeirðaseggjum erfiðara um vik að leggja á ráðin um frekari aðgerðir. Þá reyndu lögreglumenn að koma á röð og reglu á nýjan leik. Þá hafa öryggissveitir æðsta klerksins, sem hafa það hlutverk að tryggja íslamskt kerfi landsins, gengið harkalega fram. „Þjóðin mun taka á þessum háværa minnihluta sem hrópar slagorð gegn lögum og óskum fólksins og sýnir heilagleika og gildi byltingarinnar vanvirðingu,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í ávarpi í gær. Hann bætti því við að landsmönnum væri frjálst að mótmæla með friðsamlegum hætti og að mótmælin væru tækifæri en ekki vandamál. Landsmenn ættu að vinna að því í sameiningu að lagfæra efnahagsvanda ríkisins. „Hin mikilfenglega íranska þjóð hefur verið kúguð um árabil. Hana hungrar í mat og frelsi,“ skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Andað hefur köldu milli ríkjanna að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira