Kylfingar klæðast nær eingöngu póló-bolum í heitu veðri á völlunum en Mickelson var mættur í fínni skyrtu. Svona eins og hann væri nýkominn úr barnaafmæli.
Mickelson kom í hús á 79 höggum og er með neðstu mönnum. Hörmuleg spilamennska. Margir vildu kenna skyrtunni um þessa spilamennsku.
Eins og sjá má í frábærum Twitter-þræði hér að neðan voru skemmtilegar ágiskanir af hverju í ósköpunum hann væri í skyrtu á vellinum.
Hið sanna er að Mickelson er kominn á samning hjá skyrtuframleiðanda og mun spila oft í þessum skyrtum. Í viðtali við ESPN sagðist hann vilja setja tóninn í tískumálunum. Okei.
What word best describes Phil’s shirt selection today? pic.twitter.com/Lx0FN2jx9N
— GOLF.com (@GOLF_com) May 11, 2018