Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. maí 2018 10:05 Anwar Ibrahim á sér langa og dramatíska sögu í malasískum stjórnmálum Vísir/EPA Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. Anwar var lærisveinn Mahathirs Mohamad, sem var forsætisráðherra Malasíu í rúma tvo áratugi, frá 1981 til 2003. Anwar gegndi meðal annars stöðu aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra á þeim tíma. Þeim félögum sinnaðist hins vegar árið 1999 og var Anwar settur í fangelsi fyrir samkynhneigð og aðrar sakir sem hann sagði upplognar. Á meðan hann sat í fangelsi sögðust sjónarvottar stundum sjá svarta limmósínu fyrir utan fangelsið. Anwar sást ganga út úr fangelsinu og setjast inn í bílinn þar sem hann dvaldi langtímum saman. Næsta víst þykir að þetta hafi verið bíll Mahathirs forsætiráðherra og hann hafi þarna átt í einhverskonar sáttaviðræðum við sinn fyrrverandi lærisvein. Anwar var látinn laus árið 2004 og lét aftur til sín taka í stjórnmálum, nú sem stjórnarandstæðingur. Það mældist afar illa fyrir meðal ráðamanna í Malasíu. Anwar var í kjölfarið aftur handtekinn fyrir meinta samkynhneigð og dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2015. Nú ber svo við að Mahathir er aftur kominn til valda, 92 ára gamall, sem forsætisráðherra Malasíu eftir nýafstaðnar kosningar. Það þykja töluverð tíðindi í Malasíu að Mahathir hafi fyrirgefið Anwar eftir öll þessi ár og muni sjá til þess að konungur landsins náði hann. Enn fremur segist Mahathir stefna að því að Anwar taki við af sér innan tveggja ára. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. Anwar var lærisveinn Mahathirs Mohamad, sem var forsætisráðherra Malasíu í rúma tvo áratugi, frá 1981 til 2003. Anwar gegndi meðal annars stöðu aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra á þeim tíma. Þeim félögum sinnaðist hins vegar árið 1999 og var Anwar settur í fangelsi fyrir samkynhneigð og aðrar sakir sem hann sagði upplognar. Á meðan hann sat í fangelsi sögðust sjónarvottar stundum sjá svarta limmósínu fyrir utan fangelsið. Anwar sást ganga út úr fangelsinu og setjast inn í bílinn þar sem hann dvaldi langtímum saman. Næsta víst þykir að þetta hafi verið bíll Mahathirs forsætiráðherra og hann hafi þarna átt í einhverskonar sáttaviðræðum við sinn fyrrverandi lærisvein. Anwar var látinn laus árið 2004 og lét aftur til sín taka í stjórnmálum, nú sem stjórnarandstæðingur. Það mældist afar illa fyrir meðal ráðamanna í Malasíu. Anwar var í kjölfarið aftur handtekinn fyrir meinta samkynhneigð og dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2015. Nú ber svo við að Mahathir er aftur kominn til valda, 92 ára gamall, sem forsætisráðherra Malasíu eftir nýafstaðnar kosningar. Það þykja töluverð tíðindi í Malasíu að Mahathir hafi fyrirgefið Anwar eftir öll þessi ár og muni sjá til þess að konungur landsins náði hann. Enn fremur segist Mahathir stefna að því að Anwar taki við af sér innan tveggja ára.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira