Ásmundur lauk 700 kílómetra göngunni um Suðurkjördæmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 22:33 Ásmundur var ánægður í lok göngunnar. Facebook/Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15