Báðar konurnar alvarlega slasaðar eftir hátt fall Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. desember 2018 17:36 Frá vettvangi í Fnjóskadal. Landsbjörg Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt. Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt.
Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09
Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17