Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 12:24 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira