Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 22:28 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira