Ekki gætt að hagsmunum fólks með fötlun við rannsókn mála Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. október 2018 06:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fór fyrir vinnu starfshópsins. fréttablaðið/anton brink Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira