Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2018 20:15 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel. Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel.
Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira