Yfirvöld Kína segja Michelle Bachelet, nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, að virða fullveldi Kínverja. Það sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína í kjölfar þess að Bachelet kallaði eftir því að óháðum rannsakendum yrðu leyft að kanna ásakanir gegn Kínverjum um umfangsmikil mannréttindabrot á úígúra-minnihlutahópnum í vesturhluta Kína.
Kínverjar hafa verið sakaðir um að halda allt að milljón manna gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang-héraði.
Sjá einnig: Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar
Kínverjar hafa mótmælt ásökunum um mannréttindabrot á úígúrum og segja múslima og úígúra njóta fullra réttinda en öfgamenn þurfi að sæta endurmenntun og vera fluttir um set.
Átök og óeirðir stinga reglulega upp kollinum í Xinjiang-héraði og þeim fylgja iðulega hörð viðbrögð stjórnvalda í Peking. Úígúrar eru um 45 prósent íbúa Xinjiang-héraðs, sem er tæknilega skilgreint sem „sjálfstjórnarsvæði“ innan Kína. Það er Tíbet einnig.
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot
Tengdar fréttir
Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi
Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang.