Er kerfið að verja laxeldisfyrirtæki? Bubbi Morthens skrifar 11. september 2018 05:30 Laxeldisfyrirtækið Arnarlax virðist njóta velvildar í stjórnsýslunni og þarf ekki að fara að lögum. Tveir landeigendur hafa ítrekað kvartað vegna þess sem þeir telja vera brot á starfsleyfi fyrirtækisins en þeir fá engin svör frá Umhverfisstofnun. Arnarlax tæmdi sjókvíar 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný 6. júní. Þó segir starfsleyfið að eldissvæðið skuli hvíla í það minnsta sex til átta mánuði. Hvorki virðist vera deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Hvað veldur því að Arnarlax hagar sér ekki samkvæmt starfsleyfi? Umhverfisstofnun virðist telja þetta smámál, að manni sýnist. Þeir sendu að vísu áminningu til fyrirtækisins 16. júlí en hvað gerðist svo? Ekkert. Einfaldlega ekkert annað en það að í Umhverfisstofnun virðist vera ósýnileg lína sem kemur einhvers staðar frá og segir að Arnarlax skuli látinn í friði. Mengunin sem kemur frá þessum kvíum er rosaleg og hefur gríðarleg áhrif á lífríkið, þess vegna er kveðið á um að það þurfi að hvíla svæðið í átta mánuði. Það er til þess að lífríkið í firðinum geti jafnað sig. Í úrbótaáætlun frá Arnarlaxi kemur fram að þeir vilji undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins og biðji um að hann verði að lágmarki 90 dagar en ekki átta mánuðir. Ekki kemur fram þar hvers vegna þeir kjósa að fara ekki eftir því sem þeim ber að gera. Svona gera menn þetta kannski í Noregi en þetta á ekki að gerast hér. Og á meðan þeir hjá Arnarlaxi segja að þessi fyrirspurn sé í vinnslu segir Umhverfisstofnun að ekkert hafi komið inn á borð til þeirra um undanþágu og sendir skilaboð til norsku eigendanna: Það er allt í góðu að brjóta hér reglur. Þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla og vítaverðir stafshættir sem skaða íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax virðist njóta velvildar í stjórnsýslunni og þarf ekki að fara að lögum. Tveir landeigendur hafa ítrekað kvartað vegna þess sem þeir telja vera brot á starfsleyfi fyrirtækisins en þeir fá engin svör frá Umhverfisstofnun. Arnarlax tæmdi sjókvíar 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný 6. júní. Þó segir starfsleyfið að eldissvæðið skuli hvíla í það minnsta sex til átta mánuði. Hvorki virðist vera deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Hvað veldur því að Arnarlax hagar sér ekki samkvæmt starfsleyfi? Umhverfisstofnun virðist telja þetta smámál, að manni sýnist. Þeir sendu að vísu áminningu til fyrirtækisins 16. júlí en hvað gerðist svo? Ekkert. Einfaldlega ekkert annað en það að í Umhverfisstofnun virðist vera ósýnileg lína sem kemur einhvers staðar frá og segir að Arnarlax skuli látinn í friði. Mengunin sem kemur frá þessum kvíum er rosaleg og hefur gríðarleg áhrif á lífríkið, þess vegna er kveðið á um að það þurfi að hvíla svæðið í átta mánuði. Það er til þess að lífríkið í firðinum geti jafnað sig. Í úrbótaáætlun frá Arnarlaxi kemur fram að þeir vilji undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins og biðji um að hann verði að lágmarki 90 dagar en ekki átta mánuðir. Ekki kemur fram þar hvers vegna þeir kjósa að fara ekki eftir því sem þeim ber að gera. Svona gera menn þetta kannski í Noregi en þetta á ekki að gerast hér. Og á meðan þeir hjá Arnarlaxi segja að þessi fyrirspurn sé í vinnslu segir Umhverfisstofnun að ekkert hafi komið inn á borð til þeirra um undanþágu og sendir skilaboð til norsku eigendanna: Það er allt í góðu að brjóta hér reglur. Þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla og vítaverðir stafshættir sem skaða íslenska náttúru.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar