Geta skimanir skaðað? Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Geta skimanir skaðað? Blaðamaður spurði mig þessarar spurningar fyrir 18 árum þegar umræðan um skimanir stóð sem hæst í fjölmiðlum. Já, svaraði ég, „allar skimanir skaða, en sumar þeirra gera meira gagn en skaða“. Blaðamaðurinn átti eðlilega erfitt með að skilja hvernig forvörn eins og skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi gæti skaðað. Útskýringarnar eru í sjálfu sér flóknar og byggja á faraldsfræðilegum gögnum, en í stuttu máli: Skimuninni fylgir fórnarkostnaður, að jafnaði nefnt skaðleg áhrif skimunar. Ef skimun fyrir ákveðnum sjúkdómi reynist jákvæð (vísbending um sjúkdóm eða aukna áhættu), leiðir slíkt að jafnaði til frekari inngripa t.d. ástungu eða speglunar til nánari sjúkdómsgreiningar og eða lyfjameðferðar. Slík inngrip geta verið áhættusöm auk þess sem lyfjameðferð er ekki laus við aukaverkanir. Þess háttar íhlutun getur leitt til alvarlegra fylgikvilla og jafnvel ótímabærs dauða. Auk þess er ofgreining eða óþarfagreining sjúkdóma og óþarfa meðferð fylgifiskur allra skimana. Þetta þýðir að annars heilbrigður einstaklingur fær sjúkdómsgreiningu og meðferð við sjúkdómnum, án þess að „sjúkdómurinn“ sem slíkur hefði haft áhrif á lífslíkur viðkomandi. Sá fríski fær titilinn „sjúklingur“ og fer í meðferð að óþörfu fyrir hann sjálfan. Árangur skimunar er hins vegar að jafnaði mældur í hlutfallslegum líkum stórra rannsóknarhópa á fækkun dauðsfalla af þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Heildarniðurstaðan verður svo að vera sú að það sé hægt að bjarga fleirum en þeim sem er fórnað. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli er ágætt dæmi. Þessari skimun var mikið beitt í Bandaríkjunum í áratugi, en sem betur fer, aldrei tekin upp hér á landi. Rannsóknir (m.a. Evrópurannsóknin 2009) á árangri þessarar skimunar með PSA-prófi, sýndu að til þess að bjarga einum karlmanni frá dauða af völdum þessa krabbameins, þurfti að skima 1.410 einkennalausa karla og gera 48 þeirra að sjúklingum að óþörfu með tilheyrandi fylgikvillum svo sem þvagleka og getuleysi. Nýleg rannsókn frá 2018 sýndi einnig að eftir að 400.000 körlum í Englandi var fylgt eftir í 10 ár, var enginn munur á dánartíðni þeirra sem fóru í PSA-skimun og meðferð og þeirra sem ekki fóru í slíka skimun. Það skiptir því miklu máli að upplýsingar til fólks sem boðið er í skimun fjalli bæði um kosti og hugsanleg skaðleg áhrif skimana. Það á að gefa fólki kost á að velja eða hafna. Markmiðið er fyrst og fremst að auka upplýsta þátttöku (informed participation). Sömuleiðis verður að virða ákvörðun þeirra sem ekki mæta eða vilja ekki taka þátt í skimun. Það er vandasamt verk að búa til hlutlausa upplýsingabæklinga og netsíður um kosti og galla skimana sem almenningur skilur. Þarna hefur verulega skort á síðustu áratugi, líklega vegna hagsmunaárekstra. Slíkar upplýsingar þarf að semja af fagráðum sem í eru sérfræðingar í lýðheilsu, siðfræði, almennir borgarar auk annarra sérfróðra aðila um skimanir. Ég tek undir orð Helga Sigurðssonar, yfirlæknis krabbameinslækningadeildar Landspítalans, sem greint var frá í Fréttablaðinu 17. apríl sl. um að þörf sé á breyttu skipulagi skimunar hér á landi.Höfundur er fv. prófessor og form. Samtaka norrænnna heimilislækna
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun