Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er líklega úr leik á Cambia Portland-meistaramótinu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Ólafía Þórunn var í ágætum málum eftir fyrri daginn og fékk par á fyrstu fjórum holunum í dag en á fimmtu fékk hún tvöfaldan skolla.
Hún náði að bæta það upp með fuglum á níundu og tíundu og var því komið aftur á parið. Hún fékk svo skolla á sautjándu og fugl á átjándu og endaði því á parinu.
Ólafía spilaði einnig á parinu í gær og þegar þetta er skrifað er hún tveimur höggum frá niðurskurðinum.
Ekki hafa allir kylfingar klárað annan hringinn og lifir því Ólafía enn í voninni um að niðurskurðinn færist neðar en ljóst er að mikið þarf að gerast fari hún áfram.
Ólafía aftur á parinu og er tveimur höggum frá niðurskurðinum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
Íslenski boltinn

