Sagt upp á Mogganum eftir fjörutíu ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2018 12:24 Skapti Hallgrímsson hefur alla starfsævi sína staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Vísir/Auðunn Níelsson Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar. Fjölmiðlar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar.
Fjölmiðlar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira