Yfirgangur Freyr Frostason skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva, Kristján Davíðsson, vandaði Pálma Gunnarssyni, tónlistarmanni og baráttumanni fyrir náttúruvernd, ekki kveðjurnar í grein hér í blaðinu á dögunum. Er Kristján við sama heygarðshorn og ýmsir aðrir sjókvíaeldismenn sem virðast standa í þeirri trú að yfirgangur sé leiðin til þess að þröngva þessum iðnaði upp á þjóðina með tilheyrandi vá fyrir umhverfi og lífríki Íslands. Athyglisvert er að bera saman þessa harkalegu framgöngu við sjónarmið framkvæmdastjóra skoska laxeldisfyrirtækisins Grieg Seafood Shetland, sem rætt er við í fréttaskýringu í fagfjölmiðlinum Intrafish um fjölmörg vandamál sem tengjast fiskeldi í opnum sjókvíum. Ólíkt íslenskum kollegum sínum hefur Grant Cumming, framkvæmdastjóri skoska fyrirtækisins, miklar áhyggjur af því sem gerist þegar eldislax sleppur úr kvíum. „Þegar flótti á sér stað eru megináhyggjuefnin þau að eldisfiskur blandist villtum stofnum og breyti þannig staðbundinni erfðagerð þeirra,“ segir Cumming og bendir á að nánast ómögulegt sé að útiloka að fiskur sleppi. Hér láta sjókvíaeldismenn hins vegar eins og þetta sé ekkert sem þurfi að hafa áhyggjur af. Í fréttaskýringu Intrafish er bent á að mögulega borga dýrar fyrirbyggjandi aðgerðir sig ekki fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin þegar þau fá sitt tjón bætt af tryggingafélögum. Full ástæða er fyrir þessum hugleiðingum því ekkert lát er á stórslysum í sjókvíaeldi hvort sem það er við Noreg, Skotland, Chile eða Ísland. Fyrirtækin fá sitt tjón bætt, en skaðinn er skeður fyrir umhverfið og lífríkið. Við hjá IWF höfum bent á að Norðmenn stefna að því að ganga svo frá eldisstöðvum sínum að úrgangur verður hreinsaður, engin laxalús verði í kvíunum og enginn fiskur sleppi. Þessum markmiðum verður náð mishratt en eigi síðar en fyrir 2030 samkvæmt vegvísi samtaka norskra iðnfyrirtækja. Norðmenn eru þarna að koma skikki á sinn laxeldisiðnað í kjölfar mikilla búsifja fyrir náttúru landsins. Auðvitað á Ísland að hefja uppbyggingu í eldi með þessum skilyrðum fremur en að fara í aðgerðir þegar skaðinn er skeður eins og er tilfellið í Noregi.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson svarar grein Pálma Gunnarssonar. 19. júlí 2018 18:56 Svo má ker fylla að út af flói Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar rangfærslur illra upplýstra veiðileyfasala og "meðreiðarsveina þeirra sem gaufa á hliðarlínunni“ í umræðunni um laxeldi. 27. júlí 2018 12:00 „Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva, Kristján Davíðsson, vandaði Pálma Gunnarssyni, tónlistarmanni og baráttumanni fyrir náttúruvernd, ekki kveðjurnar í grein hér í blaðinu á dögunum. Er Kristján við sama heygarðshorn og ýmsir aðrir sjókvíaeldismenn sem virðast standa í þeirri trú að yfirgangur sé leiðin til þess að þröngva þessum iðnaði upp á þjóðina með tilheyrandi vá fyrir umhverfi og lífríki Íslands. Athyglisvert er að bera saman þessa harkalegu framgöngu við sjónarmið framkvæmdastjóra skoska laxeldisfyrirtækisins Grieg Seafood Shetland, sem rætt er við í fréttaskýringu í fagfjölmiðlinum Intrafish um fjölmörg vandamál sem tengjast fiskeldi í opnum sjókvíum. Ólíkt íslenskum kollegum sínum hefur Grant Cumming, framkvæmdastjóri skoska fyrirtækisins, miklar áhyggjur af því sem gerist þegar eldislax sleppur úr kvíum. „Þegar flótti á sér stað eru megináhyggjuefnin þau að eldisfiskur blandist villtum stofnum og breyti þannig staðbundinni erfðagerð þeirra,“ segir Cumming og bendir á að nánast ómögulegt sé að útiloka að fiskur sleppi. Hér láta sjókvíaeldismenn hins vegar eins og þetta sé ekkert sem þurfi að hafa áhyggjur af. Í fréttaskýringu Intrafish er bent á að mögulega borga dýrar fyrirbyggjandi aðgerðir sig ekki fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin þegar þau fá sitt tjón bætt af tryggingafélögum. Full ástæða er fyrir þessum hugleiðingum því ekkert lát er á stórslysum í sjókvíaeldi hvort sem það er við Noreg, Skotland, Chile eða Ísland. Fyrirtækin fá sitt tjón bætt, en skaðinn er skeður fyrir umhverfið og lífríkið. Við hjá IWF höfum bent á að Norðmenn stefna að því að ganga svo frá eldisstöðvum sínum að úrgangur verður hreinsaður, engin laxalús verði í kvíunum og enginn fiskur sleppi. Þessum markmiðum verður náð mishratt en eigi síðar en fyrir 2030 samkvæmt vegvísi samtaka norskra iðnfyrirtækja. Norðmenn eru þarna að koma skikki á sinn laxeldisiðnað í kjölfar mikilla búsifja fyrir náttúru landsins. Auðvitað á Ísland að hefja uppbyggingu í eldi með þessum skilyrðum fremur en að fara í aðgerðir þegar skaðinn er skeður eins og er tilfellið í Noregi.Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Icelandic Wildlife Fund
Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson svarar grein Pálma Gunnarssonar. 19. júlí 2018 18:56
Svo má ker fylla að út af flói Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar rangfærslur illra upplýstra veiðileyfasala og "meðreiðarsveina þeirra sem gaufa á hliðarlínunni“ í umræðunni um laxeldi. 27. júlí 2018 12:00
„Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar