Innlent

Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks

Samúel Karl Ólason skrifar
Eva segir nefndina ekki hafa veitt henni miklar upplýsingar fram yfir þær sem hafi þegar komið fram.
Eva segir nefndina ekki hafa veitt henni miklar upplýsingar fram yfir þær sem hafi þegar komið fram.
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, segir útilokað að vita hvort að fjölskyldan muni nokkurn tímann fá lík Hauks. Hann féll í loftárás Tyrkja við bæinn Badina í Afrinhéraði í Sýrlandi þann 24. febrúar. Á bloggsíðu sinni skrifar Eva að sendinefnd International Freedom Batallion, hafi heimsótt hana í Glasgow í dag og fært henni fregnir af Hauki.



Hún segir nefndina ekki hafa veitt henni miklar upplýsingar fram yfir þær sem hafi þegar komið fram. Hins vegar hafi þeir staðfest staðsetningu loftárásarinnar sem Haukur og tveir aðrir féllu í. Þar að auki hafi þeir tilkynnt henni að þrír menn sem hafi reynt að sækja líkin hafi særst og séu nú dánir.

„Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva.

Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn



Enn fremur segir Eva að IFB viti ekki hvort að Tyrkir hafi varðveitt lík Hauks eða hvort það sé enn þar sem hann féll. Þeir hafi þó sagt að ef þeir hafi varðveitt líkið sé ekki ólíklegt að Tyrkir og sýrlenskir Kúrdar muni skiptast á líkum.

„Það er útilokað að segja til um hvort við fáum líkið nokkurntíma en þau lofa því að við fáum dótið hans, segjast samt ekki hafa hugmynd um hvenær verði hægt að koma því til okkar.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×